(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Kobe Bryant - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Kobe Bryant

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 27. janúar 2020 kl. 17:43 eftir Kvk saga (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. janúar 2020 kl. 17:43 eftir Kvk saga (spjall | framlög)
Kobe Bryant
Upplýsingar
Fullt nafn Kobe Bean Bryant
Fæðingardagur 23. ágúst 1978
Fæðingarstaður    Philadelphia, Bandaríkin
Dánardagur    26. janúar 2020 (41 árs)
Dánarstaður    Calabasas, Kaliforníu, Bandaríkjunum
Hæð 198 cm.
Þyngd 96 kg.
Leikstaða Skotbakvörður
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1996-2016 Los Angeles Lakers
Landsliðsferill2
Ár Lið Leikir
2007-2012 Bandaríkin

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 26. janúar 2020.
2 Landsliðsleikir uppfærðir
26. janúar 2020.

Kobe Bean Bryant (23. ágúst 1978 - 26. janúar 2020) var bandarískur körfuknattleiksmaður sem spilaði með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni frá 1996-2016. Hann vann 5 titla með liðinu; 2000-2002, 2009 og 2010.[1] Bryant var talinn einn af bestu leikmönnum NBA allra tíma og var hann fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi.

Árið 2018 vann Bryant Óskarsverðlaunin fyrir stuttmyndina Dear Basketball.[2]

Fjölskyldulíf

Bryant átti 4 börn með konu sinni Vanessu Laine Bryant, en þau gengu í hjónaband árið 2001. Foreldrar Kobe voru á móti giftingunni þar sem Vanessa var ekki afrísk-amerísk. Hann talaði ítölsku þar sem hann bjó á Ítalíu meðan faðir hans spilaði körfubolta þar.

Dauði

Bryant lést 26. janúar 2020 í þyrluslysi ásamt 13 ára gamalli dóttur sinni Gianna Bryant og sjö öðrum.[3]

Heimildir

  1. Svali Björg­vins: „Ég hélt að Kobe Bry­ant væri ó­dauð­legur“
  2. „Kobe Bryant is officially an Oscar winner“. ew.com.
  3. Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu
  Þetta æviágrip sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.