COVID-19
COVID-19 er smitsjúkdómur af völdum kórónuveirunnar SARS-CoV-2. COVID-19 kom upp í Wuhan héraði í Kína síðla árs 2019 og varð að kórónaveiruheimsfaraldri árið 2020. Alls hafa um 7 milljónir látist úr sjúkdóminum svo staðfest sé og 775 milljónir smitast í faraldrinum. Fjöldi dauðsfalla er líklega vanmetinn. Í þróunarlöndum er illa haldið utan um smit og dauðsföll. [1]
Fyrsta tilvik sjúkdómsins á Íslandi var greint 28. febrúar 2020.[2]
17. mars voru smitin 199 á Íslandi. Um miðjan ágúst voru greind smit á Íslandi orðin um 2000 og dauðsföll vegna veirunnar 10 talsins. Sjúkdómurinn var í rénun frá lok apríl og aðeins 8 smit greindust í maí. Hins vegar fjölgaði smitum aftur um mitt sumar og aftur um haustið. Þriðja bylgja faraldursins hófst 11. september 2020.[3] Um miðjan október lést fyrsta manneskjan í þriðju bylgjunni úr Covid-19.[4] Hópsmit kom upp á Landakotsspítala og létust 13 af völdum þess.[5]
250 hafa alls látist á Íslandi og um 209.000 smitast eða um 56% landsmanna.
Veiran sem veldur COVID-19 breiðist aðallega út í gegnum úðadropa sem myndast þegar smitaður einstaklingur hóstar, hnerrar eða andar frá sér og smitast í gegnum augu, nef, munn eða kynfæri.
Á meðan faraldurinn gekk yfir var mikil áhersla lögð á hreinlæti svo sem handþvott, spritt og grímunotkun eða félagsforðun. Barir og líkamsræktarstaðir lokuðu ásamt fleiru. Einnig var sett samkomubann fyrir stærri viðburði. Þá hefur var mælt með því að almenningur héldi 2 metra fjarlægð milli sín. Sóttkví var einnig beitt fyrir þá sem að hafa annað hvort voru í návígi við smitaðan einstakling eða fyrir á sem komu frá hættusvæði.
Sjúkdómurinn hefur mismunandi áhrif eftir einstaklingum. Flestir þeir sem sýkjast fá væg eða miðlungsmikil einkenni. Sumir eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega en aðrir, hættan eykst með aldri. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru í aukinni hættu á að fá alvarleg einkenni.
Í Bretlandi, 8. desember 2020, fékk fyrsti einstaklingurinn í heiminum bólusetningu, sú sprauta kom frá Pfizer. Á Íslandi fékk fyrsti einstaklingurinn sprautu 29. desember 2020. Önnur samþykkt bóluefni ásamt Pfizer voru m.a Moderna og AstraZeneca.
Tengt efni
breytaTenglar
breyta- Hvaðan kom COVID-19 veiran? - Vísindavefurinn
- Upplýsingasíða embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um COVID-19 Geymt 2 apríl 2020 í Wayback Machine
- Spálíkan um fjölda tilvika og álag á heilbrigðisþjónustu
- Kórónaveira (Upplýsingasíður Landlæknisembættis) Geymt 28 febrúar 2020 í Wayback Machine
Tilvísanir
breyta- ↑ 15 milljónir látist úr covid RÚV, sótt 17/4 2022
- ↑ „Fyrsta tilfelli COVID-19 greint á Íslandi“. RÚV.is. 28. febrúar 2020. Sótt 7. október 2021.
- ↑ Sunna Ósk Logadóttir (október 2020). „Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst"“. Kjarninn. Sótt október 2020.
- ↑ Freyr Gígja Gunnarsson (október 2020). „Lést af völdum Covid-19 á Landspítala“. RÚV. Sótt október 2020.
- ↑ „Tölulegar upplýsingar“. Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. október 2020. Sótt október 2020.